Akurgæs (fræðiheiti Anser fabalis) er meðalstór til stór gæs sem verpir í Norður-Evrópu og Asíu. Hún er farfugl og vetrarstöðvar hennar eru sunnar í Evrópu og Asíu.
Hún er 68 til 90 sm löng og vænghaf hennar er 140 til 174 g og vegur frá 1,7–4 kg. Goggur er svartur á báðum endum og með appelsínugulri rönd í miðjunni, fætur eru einnig skærappelsínugulir. Akurgæs er flækingur á Íslandi.