dcsimg

Gráserkur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Gráserkur eða Fjallaskeiðsveppur (fræðiheiti: Amanita vaginata) er reifasveppur sem er eitraður hrár en ætur eftir suðu. Ekki er þó mælt með því að tína hann til neyslu vegna þess hve líkur hann er nokkrum náskyldum baneitruðum sveppum, eins og grænserk og hvíta reifasvepp.

Gráserkur er með silfurgráan hatt og stafurinn er með slíður en ekki hring eins og t.d. grænserkurinn er með.

Gráserkur finnst víða á Íslandi í lyngmóum.

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS