dcsimg
Image of circular scallop
Creatures » » Animal » » Molluscs » Mussels » » Scallops »

Common Scallop

Argopecten irradians (Lamarck 1819)

Flóaskel ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Flóaskel (fræðiheiti: Argopectan Pectinidae), oftast nefnd atlantshafsflóaskel, er smágerð tegund samloku af diskaætt. Henni er oft ruglað saman við drottningahörpuskel og flórídaskel.[1]

Útlit

Fullorðin flóaskel er frá 55-90mm löng. Meðalaldur þeirra er 20-26 mánuðir[1]. Flóaskel er hringlaga með hrukkóttar skeljar. Litur skeljanna er frá gráum, fjólubláum, gulum eða brúnrauðum. Innri skelin er hvít en liðirnir eru fjólubláir. Flóaskelin hefur engan fót eins og aðrar samlokur heldur hreyfir sig með því að loka skelinni og þrýsta vatni út og skjóta sér á milli staða[2]. Flóaskelin hefur 30 til 40 ljósblá augu, hvert auga hefur linsu, sjónhimnu, hornhimnu og sjóntaug sem hún notar til þess að greina hreyfingu og skugga, einnig til að skynja fyrir rándýrum.[3]

Heimkynni og lífsháttur

Flóaskel finnst í grunnum sjó við austurströnd Bandaríkjanna frá New Jersey, að Flórída og alveg inn í Mexíkóflóa (heimild sms). Flóaskelin borðar svif með því að draga sjó í gegnum tálknin og sía síðan frá svifið.[2] Flóaskelin liggur á allt að 20 metra dýpi og kýs að vera í 20°C-26°C heitum sjó.[4]

Stofn flóaskel hefur hrunið síðan 1950. Hún er viðkvæm fyrir náttúrufyrirbærum eins og hvirfilbyljum og blóðsjó, einnig er hún viðkvæm fyrir ofveiði og breytingum á heimkynnum. Sjávargras hefur verið að minnka mikið í Flórída og er það talið aðhaf neikvæð áhrif á stöðu stofnsins.[1] Flóaskelin er ein af fáu samlokunum sem grefur sig ekki í sandinn eða festir sig við steina heldur hreyfir sig frjálslega á botni sjávars.

Æxlun og lífsferill

Flóaskelin er tvíkynja og hefur því bæði kvenkyns og karlkyns kynfæri. Hún verður kynþroska um eins árs og hrygnir um sumarið.[3] Þegar hitastigið í sjónum er rétt byrjar skelin æxlunarferlið. Það tekur um það bil 36 klukkutíma fyrir frjóvgað eggið að verða að lirfu. Lirfan flýtur síðan í sjónum í 10 til 14 dagar þar til hún festir sig á sjávargrasi. Flóaskelin notar mikið af orku sinni í þetta ferli sem gerir það að verkum að hún getur ekki hreyft sig mikið, sem er talið vera ástæða þess að hún lifir ekki til þess að hrygna í annað sinn vegna þess hve berskjölduð hún er fyrir rándýr. Talið er að eitt af hverjum 12 milljónum eggja nái fullorðinsaldri og 90% af ungviði deyr á fyrstu 6 vikunum. Það sem lifir af sleppir takinu á sjávargrasinu og fellur á botninn þar sem skelin lifir restina af lífi sínu.[5]

Veiðar, afli og markaður

 src=
Afli flóaskeljar á árunum 1950-2015

Afli á flóaskelin hefur hrunið síðan 1950.Á árunum 1990-2015 hefur meðalafli verið um 750 tonn. Orsök eru fyrrnefnd, umhverfisbreytingar og ofveiði. Flóaskel má aðeins veiða með höndum, það er að segja kafarar sem týna þær með höndunum eða með háfum. [6]

Í Kína eru stór flóaskelja eldi sem eiga stærstu markaðshlutdeildina í flóaskeljum þar sem reynst hefur verið erfitt að veiða villta flóaskel. Í búðum er aðallega að finna eldis flóaskel en þó má finna Atlantshafsflóaskel á mörkuðum víðsvegar um heiminn, þó aðallega í Bandaríkjunum. Árið 1980 voru Atlantshafsflóaskeljar sendar frá Bandaríkjunum til Kína til eldis. Það þróaðist vel og er orðið það stórt og vinsælt að meirihlutinn af flóaskel markaðssett í Bandaríkjunum er frá Kína.[7]

Flóaskel er mikilvæg gæða afurð þar sem hún er talin verða bragðbest og best af hörpuskeljum til eldunar. Kjötið er sætt, þétt og rjómakennt og hentar einstaklega vel í gæða eldhús.[7] Flóaskelin er talin vera betri en hefðbundni sjávarhörpudiskurinn vegna að sjávarhörpudiskurinn er seigari og ekki eins mjúk og flóaskelin. [8]

Tilvísanir

Heimildir

  • https://www.sms.si.edu/irlspec/Argopecten_irradians_concentricus.htm sótt 15. mars 2018
  • https://www.chesapeakebay.net/S=0/fieldguide/critter/bay_scallop sótt 15. mars 2018
  • http://www.sealifebase.org/summary/Argopecten-irradians.html sótt 15. mars 2018
  • http://myfwc.com/research/saltwater/mollusc/bay-scallops/information/ sótt 15. mars 2018
  • https://www.edc.uri.edu/restoration/html/gallery/invert/bay.htm sótt 15. mars 2018
  • http://www.cport.net/product/view/bay-scallops sótt 18. mars 2018
  • https://www.thekitchn.com/whats-the-difference-between-bay-scallops-and-sea-scallops-230349 sótt 18. mars 2018
  • http://myfwc.com/fishing/saltwater/recreational/bay-scallops/ sótt 18. mars 2018
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Flóaskel: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Flóaskel (fræðiheiti: Argopectan Pectinidae), oftast nefnd atlantshafsflóaskel, er smágerð tegund samloku af diskaætt. Henni er oft ruglað saman við drottningahörpuskel og flórídaskel.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS