dcsimg
Image of Alpine Creeping-Cedar
Creatures » » Plants » » Clubmosses » » Club Mosses »

Alpine Creeping Cedar

Diphasiastrum alpinum (L.) J. Holub

Litunarjafni ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Litunarjafni (fræðiheiti Diphasiastrum alpinum) er lágvaxin jurt af jafnaætt með langa jarðlæga stöngla með uppréttum marggreindum greinum. Hann finnst helst í bollum og snjódældum og er nokkuð algengur þar sem hæfilega snjóþungt er.

Litunarjafni var notaður til litunar. Í Svarfdælasögu segir frá bræðrum sem sækja litunargrös fyrir móður sína. Í Landnámabók segir frá jafnabelg sem Klaufi hjó og olli það vígaferlum. Litunarjafni var notaðan til að lita ullarvarning gulan og var jafninn lagður í bleyti í sólarhring og þá dreift yfir ullina og hún vafin saman og svo sett í ketill með vatni og soðið við lítinn hita í nokkra tíma. Með því að nota litunarjafna með hvítmöðru (Galium normanii) var hægt að fá gulrauðan lit. Litunarjafni var einnig notaður sem litfestir með öðrum litunarjurtum.

Heimildir

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Litunarjafni: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Litunarjafni (fræðiheiti Diphasiastrum alpinum) er lágvaxin jurt af jafnaætt með langa jarðlæga stöngla með uppréttum marggreindum greinum. Hann finnst helst í bollum og snjódældum og er nokkuð algengur þar sem hæfilega snjóþungt er.

Litunarjafni var notaður til litunar. Í Svarfdælasögu segir frá bræðrum sem sækja litunargrös fyrir móður sína. Í Landnámabók segir frá jafnabelg sem Klaufi hjó og olli það vígaferlum. Litunarjafni var notaðan til að lita ullarvarning gulan og var jafninn lagður í bleyti í sólarhring og þá dreift yfir ullina og hún vafin saman og svo sett í ketill með vatni og soðið við lítinn hita í nokkra tíma. Með því að nota litunarjafna með hvítmöðru (Galium normanii) var hægt að fá gulrauðan lit. Litunarjafni var einnig notaður sem litfestir með öðrum litunarjurtum.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS