dcsimg

Króklappa ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Króklappa (krókalappa eða krókakollur) (fræðiheiti Arctium lappa) er fjölær jurt af körfublómaætt. Hún er ræktuð í görðum og rótin notuð sem grænmeti. Hún er frekar stórvaxin, getur orðið allt að 2 m há. Blómin eru fjólublá. Króklappa vex mjög víða og sérstaklega í röskuðum svæðum þar sem niturinnihald jarðvegs er hátt. Hún er sérstaklega mikið ræktuð í Japan. Króklappa var algeng sem grænmeti á miðöldum en er núna sjaldan notuð til matar utan Japans en þar er hún kölluð gobō. Króklappa er einnig notuð í náttúrulyf.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS