dcsimg
Image of Taiwan Fir
Creatures » » Plants » » Gymnosperms » » Pines »

Taiwan Fir

Abies kawakamii (Hayata) T. Itô

Formósuþinur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Abies kawakamii er tegund af barrtré í Þallarætt. Hann er einlendur í Taiwan. Fyrst lýst 1908 af Bunzō Hayata sem afbrigði af Abies mariesii, háfjalla þini frá Japan; næsta ár var hann færður inn sem tegund af Tokutarô Itô. Abies kawakamii vex einvörðungu á eynni Taiwan, og er suðlægasta tegund þins (ásamt A. fansipanensis, frá Víetnam, og A. guatemalensis, frá Mexíkó og Guatemala). Þetta er háfjallategund sem er í norður og mið Taívan í 2400 til 3800 metra hæð ásamt öðrum tegundum tempraðs loftslags, til dæmis Juniperus formosana var. formosana, Tsuga formosana, og Juniperus morrisonicola.[2]

Formósuþinur er smátt til meðalstórt tré sem nær jafnvel 35 metra hæð og 1 meters stofnþvermál. Upphaflega er börkurinn hreistraður með korkblettum, og losnar svo í aflöngum skífum. Smágreinarnar eru gulbrúnar þegar þær eru þroskaðar, rákóttar, hærðar. Barrnálarnar eru 1 til 2.8 sm langar, pruinose, með loftaugarákum að ofan og tvemur röndum af loftaugum að neðan. Hann er með frekar smáum könglum 5 til 7.5 sm löngum, sívölum eða keilulaga-sívalir, dökkbláir, með ekki útstæðum hreisturblöðkum.[2]

Tilvísanir

  1. Abies kawakamii. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2012.1. International Union for Conservation of Nature. 1998. Sótt 8. september 2012.
  2. 2,0 2,1 Zsolt Debreczy; Istvan Racz (2012). Kathy Musial, ritstjóri. Conifers Around the World (1st. útgáfa). DendroPress. bls. 1089. ISBN 9632190610. Sótt 19. júlí 2012.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Formósuþinur: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Abies kawakamii er tegund af barrtré í Þallarætt. Hann er einlendur í Taiwan. Fyrst lýst 1908 af Bunzō Hayata sem afbrigði af Abies mariesii, háfjalla þini frá Japan; næsta ár var hann færður inn sem tegund af Tokutarô Itô. Abies kawakamii vex einvörðungu á eynni Taiwan, og er suðlægasta tegund þins (ásamt A. fansipanensis, frá Víetnam, og A. guatemalensis, frá Mexíkó og Guatemala). Þetta er háfjallategund sem er í norður og mið Taívan í 2400 til 3800 metra hæð ásamt öðrum tegundum tempraðs loftslags, til dæmis Juniperus formosana var. formosana, Tsuga formosana, og Juniperus morrisonicola.

Formósuþinur er smátt til meðalstórt tré sem nær jafnvel 35 metra hæð og 1 meters stofnþvermál. Upphaflega er börkurinn hreistraður með korkblettum, og losnar svo í aflöngum skífum. Smágreinarnar eru gulbrúnar þegar þær eru þroskaðar, rákóttar, hærðar. Barrnálarnar eru 1 til 2.8 sm langar, pruinose, með loftaugarákum að ofan og tvemur röndum af loftaugum að neðan. Hann er með frekar smáum könglum 5 til 7.5 sm löngum, sívölum eða keilulaga-sívalir, dökkbláir, með ekki útstæðum hreisturblöðkum.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS