Abies kawakamii er tegund af barrtré í Þallarætt. Hann er einlendur í Taiwan. Fyrst lýst 1908 af Bunzō Hayata sem afbrigði af Abies mariesii, háfjalla þini frá Japan; næsta ár var hann færður inn sem tegund af Tokutarô Itô. Abies kawakamii vex einvörðungu á eynni Taiwan, og er suðlægasta tegund þins (ásamt A. fansipanensis, frá Víetnam, og A. guatemalensis, frá Mexíkó og Guatemala). Þetta er háfjallategund sem er í norður og mið Taívan í 2400 til 3800 metra hæð ásamt öðrum tegundum tempraðs loftslags, til dæmis Juniperus formosana var. formosana, Tsuga formosana, og Juniperus morrisonicola.[2]
Formósuþinur er smátt til meðalstórt tré sem nær jafnvel 35 metra hæð og 1 meters stofnþvermál. Upphaflega er börkurinn hreistraður með korkblettum, og losnar svo í aflöngum skífum. Smágreinarnar eru gulbrúnar þegar þær eru þroskaðar, rákóttar, hærðar. Barrnálarnar eru 1 til 2.8 sm langar, pruinose, með loftaugarákum að ofan og tvemur röndum af loftaugum að neðan. Hann er með frekar smáum könglum 5 til 7.5 sm löngum, sívölum eða keilulaga-sívalir, dökkbláir, með ekki útstæðum hreisturblöðkum.[2]
Abies kawakamii er tegund af barrtré í Þallarætt. Hann er einlendur í Taiwan. Fyrst lýst 1908 af Bunzō Hayata sem afbrigði af Abies mariesii, háfjalla þini frá Japan; næsta ár var hann færður inn sem tegund af Tokutarô Itô. Abies kawakamii vex einvörðungu á eynni Taiwan, og er suðlægasta tegund þins (ásamt A. fansipanensis, frá Víetnam, og A. guatemalensis, frá Mexíkó og Guatemala). Þetta er háfjallategund sem er í norður og mið Taívan í 2400 til 3800 metra hæð ásamt öðrum tegundum tempraðs loftslags, til dæmis Juniperus formosana var. formosana, Tsuga formosana, og Juniperus morrisonicola.
Formósuþinur er smátt til meðalstórt tré sem nær jafnvel 35 metra hæð og 1 meters stofnþvermál. Upphaflega er börkurinn hreistraður með korkblettum, og losnar svo í aflöngum skífum. Smágreinarnar eru gulbrúnar þegar þær eru þroskaðar, rákóttar, hærðar. Barrnálarnar eru 1 til 2.8 sm langar, pruinose, með loftaugarákum að ofan og tvemur röndum af loftaugum að neðan. Hann er með frekar smáum könglum 5 til 7.5 sm löngum, sívölum eða keilulaga-sívalir, dökkbláir, með ekki útstæðum hreisturblöðkum.