dcsimg

Dvergaþang ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Dvergþang (fræðiheiti: Pelvetia canaliculata) einnig nefnt dveraþang er brúnþörungur af þangætt (Fucaceae).

Útbreiðsla

Dvergþang er útbreitt við strendur Evrópu frá norður Noregi allt til Portúgals en það vex ekki vestanmegin Atlantshafsins við Norður-Ameríku. Við Ísland vex það aðeins þar sem sjór er sæmilega hlýr, við Suðvestur- og Vesturland í skjólgóðum hnullunga-og klapparfjörum. Einnig finnst það stundum í jarðvegi á sjáfarfitjum innan um annað gras.

Dvergþangið þolir ekki að vera samfelt of lengi á kafi í sjó en þolir aftur á móti vel þurrk, getur verið á þurru allt að þremur vikum. Það velur sér því klappir og steina efst í efsta þangbeltinu, klapparþangbeltinu, næst fyrir neðan fjörusvertubeltið í fjörunni.

Útlit

Dvergþang er smávaxið, um 5 til 10 cm hátt, ljósbrúnt á litin eða gulleitt. Greinarnar eru eins til fjögurra mm breiðar, rennulaga og hafa enga miðtaugar, engan stilk og kvíslgreinast þær. Kynbeð eru gul og vörtótt á endum greina. Dvergþang festir sig við fast botnlag eins og steina og klappir með lítilli skífulaga festu. Það er talið að dvergþangið geti orðið um 4 ára gamalt.

Heimildir

  • Agnar Ingólfsson (1990). Íslenskar fjörur.
  • Agnar Ingólfsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Karl Gunnarsson, Eggert Pétursson (1986). Fjörulíf.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Dvergaþang: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Dvergþang (fræðiheiti: Pelvetia canaliculata) einnig nefnt dveraþang er brúnþörungur af þangætt (Fucaceae).

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS