Broddsmári eða Trifolium variegatum.[1] er smári sem var lýst af John Torrey og Asa Gray. Hann er ættaður frá vesturhluta Norður Ameríku, frá suður Alaska og British Columbia til Baja California, þar sem han vex í margskonar búsvæðum.
Trifolium variegatum er breytileg tegund, með margs konar lagi. Hann er einær eða stundum fjölær, ýmist jarðlægur eða uppréttur, þunnur eða gildur en yfirleitt hárlaus. Blöðin samanstanda yfirleitt af þremur smáblöðum af misjafnri lögun, með sagtenntum jaðri.
Blómskipunin er ýmist eitt eða fleiri blóm í klasa yfir 2 sm breiður. Við grunninn eru samvaxnar reifar af stoðblöðum. Hvert blóm er með bikar af bikarblöðum sem mjókka í bursthár í endann. Krónublöðin eru yfirleitt rauðleit og yfirleitt hvítlei í endann.
Broddsmári eða Trifolium variegatum. er smári sem var lýst af John Torrey og Asa Gray. Hann er ættaður frá vesturhluta Norður Ameríku, frá suður Alaska og British Columbia til Baja California, þar sem han vex í margskonar búsvæðum.