Pomelo, pómelóna, pommeló eða matróna [1] (fræðiheiti: Citrus maxima eða Citrus grandis; almenn heiti: pomelo, pomello, pummelo, pommelo, pamplemousse, jabong (Hawaii), shaddick,[2] or shaddock) er náttúruleg tegund (ekki blendingur) sítrus ávaxta, með útlit stórs greipaldins, upprunnið frá Suður og Suðaustur Asíu.
Ávöxturinn er yfirleitt fölgrænn til gulur þegar þroskaður, með sætt hvítt (eða sjaldnar, bleikt að rautt) hold og þykkt innra hýði. Þetta er stór sítrus ávöxtur 15 -25sm í ummáli,[3] yfirleitt um 1-2 kíló. Blaðleggur er greinilega vængjaður.
Ávöxturinn bragðast sem sætt, milt greipaldin (sem er blendingur pomelo og appelsína[4]), þó að dæmigert pomelo sé mun stærra en greipaldin. Það hefur ekkert eða mjög lítið af biturleika greipaldins, en himnurnar eru mjög bitrar og er yfirleitt hent. Hýðið er stundum notað í marmelaði auk annars. Pomelo er yfirleitt ágrætt á aðra sítrusávexti en er alveg hægt að rækta af fræi svo lengi sem fræið nær ekki að þorna fyrir sáningu.
Ávöxturinn er sagður hafa verið fluttur til Japan af Kantonesískum skipstjóra í An'ei tímabilinu (1772–1781).[5] Það eru tvær gerðir: sæt með hvítu holdi og súrt með bleikleitu holdi, það seinna er líklegra til að vera notað sem altarisskraut en vera étið. Pomelos er oft neytt í Asíu í tengslum við mið-haust hátíðir eða mánaköku hátíðinni.
Pomelo, ferskt
kJ=159 protein=0.76 g fitur=0.04 g kolvetni=9.62 g trefjar=1 g járn_mg=0.11 magnesium_mg=6 fosfór_mg=17 Kalíum_mg=216 Natríum_mg=1 Sink_mg=0.08 Magnesíum_mg=0.017 C vítamín_mg=61 Thíamín_mg=0.034 Riboflavin_mg=0.027 Níacínn_mg=0.22 B6 vítamín_mg=0.036 tengill í USDA gagnagrunn
Sum lyf geta milliverkað hættulega við pomelo og suma pomelo blendinga eins og greipaldin, sumar límónur og beiskar appelsínur.[6]
Pomelo er ein fjögurra upprunalegra sítrustegunda (hinar eru sítrónur, mandarínur og papeda), af hverjum hinar ræktuðu "tegundir" eru komnar. Einkanlega eru appelsínur og grapealdin talin hafa komið fram sem náttúrulegir blendingar milli pomelo og mandarína, þar sem pomelo hefur gefið meiri stærð og þéttleika.
Afkvæmi pomelo eru eftirfarandi:
Pomelo, pómelóna, pommeló eða matróna (fræðiheiti: Citrus maxima eða Citrus grandis; almenn heiti: pomelo, pomello, pummelo, pommelo, pamplemousse, jabong (Hawaii), shaddick, or shaddock) er náttúruleg tegund (ekki blendingur) sítrus ávaxta, með útlit stórs greipaldins, upprunnið frá Suður og Suðaustur Asíu.