Garðablágresi (fræðiheiti Geranium pratense) er jurt af blágresisætt. Jurtin verður 0,7-1,2 m há og blómgast í júlí. Blómin eru stór í þéttum blómskipunum. Blöðin skiptast í 7-9 blaðhluta.