Fargesia er ættkvísl asískra bambusa í grasaætt.[1] Þeir eru ættaðir aðallega frá Kína, með nokkrar tegundir í Víetnam og í austur Himalaja.[2] Sumar tegundirnar eru ræktaðar til skrauts, t.d Gulbambus.[3][4]
Þeir eru smáir til meðalstórir hnaus-bambusar, upprunnir úr háfjallaloftslagi barrskóga austur Asíu, frá Kína suður til Víetnam og vestur að austurhlíðum Himalajafjalla. Þeir eru þekktir í Kínversku sem jian zhu, sem þýðir "örvabambus".
Vísindanafnið var gefið til heiðurs hinum franska trúboða og áhugagrasafræðingi, Père Paul Guillaume Farges (1844–1912).
Fargesias eru meðal harðgerðustu bambusa heimsins, en þeir vaxa ekki kröftuglega. Algengir bambusar í ættkvísl Fargesia eru nauðsynleg fæða risapanda, og nýleg blómgun Fargesia nitida hefur haft slæm áhrif á pöndustofna.
Eins og er eru um 80-90 viðurkenndar tegundir, en erfðagreining og útlitseinkenni mæla með flutningi margra þessara tegunda til ættkvíslanna Thamnocalamus, Yushania og Borinda. Óvíst er með ættartengsl annarra.[5]
Fargesia er ættkvísl asískra bambusa í grasaætt. Þeir eru ættaðir aðallega frá Kína, með nokkrar tegundir í Víetnam og í austur Himalaja. Sumar tegundirnar eru ræktaðar til skrauts, t.d Gulbambus.
Þeir eru smáir til meðalstórir hnaus-bambusar, upprunnir úr háfjallaloftslagi barrskóga austur Asíu, frá Kína suður til Víetnam og vestur að austurhlíðum Himalajafjalla. Þeir eru þekktir í Kínversku sem jian zhu, sem þýðir "örvabambus".
Vísindanafnið var gefið til heiðurs hinum franska trúboða og áhugagrasafræðingi, Père Paul Guillaume Farges (1844–1912).
Fargesias eru meðal harðgerðustu bambusa heimsins, en þeir vaxa ekki kröftuglega. Algengir bambusar í ættkvísl Fargesia eru nauðsynleg fæða risapanda, og nýleg blómgun Fargesia nitida hefur haft slæm áhrif á pöndustofna.