Abies hickelii er barrtré af þinættkvísl. Hann er einlendur í Mexíkó, og þar aðeins í Chiapas, Guerrero, Oaxaca, Puebla, og Veracruz ríkjum.
A. hickelii er sígrænt barrtré, hóflega hratt vaxandi (15-30 cm á ári), og verður að 30 metra hátt. Krónan er þröngt keilulaga, minna regluleg á gömlum trjám. Börkur upphaflega sléttur og grár, þykknar síðar og fær reitalaga munstur. brum egglaga, 5 mm löng og 4 mm á breidd. Sprotar mjóir, rauðbrúnir. Nálar 1.8 til 3.5 cm langar og 1-1.8 mm breiðar, skær ljósgrænar að ofan, að neðan grá-grænar, gleiðhyrnt. Karlkyns könglar stuttir, gulir. Könglar ílangt sívalir, 6-8 cm langir og 2,5 til 3,5 cm á breidd, upphaflega fjólublárir og verða dökkbrúnir við þroska. Fræin ljós brún, 6-7 mm löng, 10 mm löng með ljósbrúnum vængnum.
Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[3]
Fjallatré, vex í 2500 til 3000 metra hæð á heittempruðum svæðum, í eldfjallajarðvegi. Svölu og röku loftslagi. Úrkomusamir vetur. Harðgerður að -12°C. "Abies hickelii" vex stundum stakur utan skóga, en vex aðallega í blönduðum skógum með: Pinus montezumae, Pinus pseudostrobus, Pinus ayacahuite, Cupressus lusitanica og runna af ættkvíslunum Vaccinium , Pieris, Ribes, Fuchsia og öðrum.
Abies hickelii er barrtré af þinættkvísl. Hann er einlendur í Mexíkó, og þar aðeins í Chiapas, Guerrero, Oaxaca, Puebla, og Veracruz ríkjum.