dcsimg

Rauðyllir ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Rauðyllir (fræðiheiti: Sambucus racemosa) er tegund af ylli[2][3] sem ýmist er skipt í allnokkrar undirtegundir, eða sjálfstæðar tegundir.

Útbreiðsla og búsvæði

Rauðyllir er upprunninn frá Evrópu, norðurhluta Asíu, og Norður Ameríku.[1] Hann vex í frjósömum og rökum jarðvegi, á árbökkum og skógum.[4]

Lýsing

Sambucus racemosa er runni eða tré að 6m hátt. Stofninn og greinarnar eru með mjúkum kjarna.

Hvert blað er samsett af 5 til 7 blaðlaga smáblöðum, hvert að 16 sm langt, lensulaga til mjóegglaga, og óreglulega tennt á jaðrinum. Blöðin eru með óþægilega lykt ef þau eru kramin.[5]

Blómskipunin vægt keilulaga. Blómaknúpparnir eru bleikleitir óopnaðir, og ilmandi blómin hvít, rjómahvít til gulleit.[4]

Berin eru fagurrauð, jafnvel purpuralit, með 3 til 5 fræjum.

Afbrigði og undirtegundir

Nytjar

Stofnar, rætur og blöð eru eitruð, og berin geta verið eitruð eða valdið velgju ef þau eru étin hrá.[15]

Til lækninga

Hann hefur verið notaður í hefðbundnar lækningar innfæddra,, þar á meðal Bella Coola, Carrier, Gitksan, Hesquiaht, Menominee, Northern Paiute, Ojibwa, Paiute, og Potawatomi.[4][16] Þar á meðal til uppkasta, stemmandi (hægðir), gegn kvefi og hósta, við húðvandamálum og kvenlækningar og blóðstemmandi.[16]

Til matar

Berin eru talin örugg til átu ef þau eru elduð, en yfirleitt eitruð hrá. Þau voru nytjuð af ýmsum innfæddum ættflokkum, þar á meðal Apache, Bella Coola, Gitxsan, Gosiute, Makah, Ojibwa, Quileute, Skokomish og Yurok.[4]

Berin eru vinsæl hjá fuglum, sem svo dreifa berjunum.[17]

Ræktun

Sambucus racemosa er ræktaður sem skrautplanta eða runni, og til að forma landslag.[15]


Images

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Sambucus racemosa was originally described and published in Species plantarum 1:270. 1753. Snið:GRIN
  2. Snið:PLANTS
  3. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 2015-01-25. Sótt 17. október 2014.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 NPIN Database
  5. Trees, Shrubs, and Woody Vines of North Carolina: Red Elderberry (Sambucus racemosa var. pubens)
  6. ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa ssp. kamtschatica
  7. Calflora: Sambucus racemosa var. melanocarpa
  8. USDA Plants Profile for Sambucus racemosa var. melanocarpa (Rocky Mountain elder)
  9. Jepson eFlora: Sambucus racemosa var. melanocarpa
  10. ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa subsp. racemosa
  11. Calflora: Sambucus racemosa var. racemosa
  12. USDA Plants Profile for Sambucus racemosa var. racemosa (red elderberry)
  13. Jepson eFlora: Sambucus racemosa var. racemosa
  14. ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa ssp. sibirica
  15. 15,0 15,1 NPIN−Lady Bird Johnson Wildflower Center: Sambucus racemosa (Red elderberry)
  16. 16,0 16,1 University of Michigan at Dearborn: Native American Ethnobotany for Sambucus racemosa
  17. Pojar, J. & A. MacKinnon. (1994). Plants of the Pacific Northwest. Lone Pine Publishing. ISBN 1-55105-042-0

Ytri tenglar


Wikilífverur eru með efni sem tengist
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Rauðyllir: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Rauðyllir (fræðiheiti: Sambucus racemosa) er tegund af ylli sem ýmist er skipt í allnokkrar undirtegundir, eða sjálfstæðar tegundir.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS