Limnanthes douglasii[1] er einær tegund blómstrandi plantna í Limnanthaceae almennt þekkt sem Eggjablóm. Það er upprunnið frá Kaliforníu og Oregon, þar sem það vex í blautu graslendi. Það getur vaxið í þéttum leirjarðvegi. Jurtinni var upphaflega safnað af Skoska landkönnuðinum og grasafræðingnum David Douglas, sem kannaði vesturströnd Norður-Ameríku um 1820.
Jurtin hefur hvít blóm með gulri miðju, þaðan sem almennt heiti tegundarinnar kemur (einnig á ensku; "poached egg plant"), en blómliturinn getur verið breytilegur á milli undirtegunda. Þetta er vinsælt sumarblóm. Það dregur að sveifflugur í garðinn sem svo éta blaðlýs og einnig vinsælt af býflugum. Það er sjálffrjóvgandi, og getur stundum haldið sér við.
Það eru fimm undirtegundir:
Limnanthes douglasii er einær tegund blómstrandi plantna í Limnanthaceae almennt þekkt sem Eggjablóm. Það er upprunnið frá Kaliforníu og Oregon, þar sem það vex í blautu graslendi. Það getur vaxið í þéttum leirjarðvegi. Jurtinni var upphaflega safnað af Skoska landkönnuðinum og grasafræðingnum David Douglas, sem kannaði vesturströnd Norður-Ameríku um 1820.
Jurtin hefur hvít blóm með gulri miðju, þaðan sem almennt heiti tegundarinnar kemur (einnig á ensku; "poached egg plant"), en blómliturinn getur verið breytilegur á milli undirtegunda. Þetta er vinsælt sumarblóm. Það dregur að sveifflugur í garðinn sem svo éta blaðlýs og einnig vinsælt af býflugum. Það er sjálffrjóvgandi, og getur stundum haldið sér við.
Það eru fimm undirtegundir:
L. douglasii subsp. douglasii R. Br., er ættað úr strandfjöllum og dölum suðvestur Oregon suður til San Francisco flóa L. douglasii subsp. nivea (C.T. Mason) C.T. Mason, með að mestu leiti hvítum blómum, vex í strandfjöllum norður Kaliforníu L. douglasii subsp. rosea (Benth.) C.T. Mason, er í Central Valley (Kaliforníu) og nærliggjandi hæðum, oft með bleikum æðum á krónublöðunum L. douglasii subsp. sulphurea (C.T. Mason) C.T. Mason, er sjaldgæf gulblómstrandi undirtegund einlend á "Bay Area" L. douglasii subsp. striata (Jeps.) Morin, hefur nýlega verið sett undir þessa tegund; hún kemur fyrir í Klamath fjöllum og norður og mið Sierra Nevada