dcsimg
Unresolved name

Pteridophyta

Byrkningar ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Byrkningar (fræðiheiti: Pteridophyta) er hópur plantna sem inniheldur burkna, jafna og elftinga, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Á Íslandi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna.

Flokkun

Byrkningar eru afar frumstæður hópur plantna og telja fræðimenn að þeir hafi verið fyrsti hópur jurta til að verða ráðandi landplöntur á jörðinni, fyrir rúmum 400 milljónum ára síðan, nánar tiltekið á sílúrtímanum. Fyrir 280-300 milljónum ára voru 20 - 40 metra háir byrkningaskógar algengir og útbreiddir. En gullöld byrkninganna fjaraði út samfara miklum loftslagsbreytingum sem urðu á permtímabilinu fyrir um 250 milljón árum. Þá varð veðurfar kaldara og þurrara og nýr hópur jurta, blómplöntur (fræplöntur), nánar tiltekið berfrævingar svo sem barrtré, kom fram og tók við af byrkningum sem ráðandi jurtahópur á jörðinni.

Æxlun

Byrkningar bera ekki fræ líkt og blómplöntur, heldur mynda þeir gró. Mest áberandi hluti byrkningna er nefndur gróliður og þar myndast gróin. Þau eru síðan losuð út og vaxa upp sem kynliðir, sem er önnur birtingarmynd byrkninga. Kynliðurinn er langoftast mjög smár og lítt áberandi, ólíkt gróliðnum. Í kynliðnum myndast sáð- og eggfrumur, þau losna út og mynda saman okfrumu sem síðar á eftir að vaxa upp sem gróliður.

Algengar tegundir byrkninga á Íslandi

Áberandi tegundir byrkninga á Íslandi eru meðal annars klóelfting sem vex víða og í margs konar gróðurlendi, ekki síst í námunda við bæi. Önnur jurt af ætt byrkninga er tófugrasið. Það er að öllum líkindum algengasti burkni landsins og er kjörbúsvæði þess urð og klettar um allt land. Tófugrasið verður 5 — 30 cm á hæð. Mosajafni er algengur um allt land og vex í margs konar þurrlendi.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Byrkningar: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Byrkningar (fræðiheiti: Pteridophyta) er hópur plantna sem inniheldur burkna, jafna og elftinga, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Á Íslandi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS