dcsimg

Barrviðarbálkur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Barrtré eru tré af ætt berfrævinga (Pinophyta). Flest eru þau sígræn.

Barrskógabeltið eða taiga á erlendum málum, þekur stórt svæði á norðurhveli jarðar, aðallega í Rússlandi og Kanada. Tiltölulega fáar tegundir trjágróðurs þekja mikil svæði í norðlægum barrskógum. Þær eru af fjórum meginættkvíslum; lerki (Larix), greni (Picea), þinur (Abies) og fura (Pinus). Í Norður-Ameríku eru tvær tegundir af þin og tvær tegundir af greni ríkjandi en í Skandinavíu og vestur Rússlandi er skógarfuran (Pinus sylvestris) afar útbreidd. [2]

Stærsta tré í heimi, fjallarauðviðurinn (Sequoiadendron giganteum, áður þekkt sem risafura) er barrtré og einnig það hæsta; strandrauðviður (Sequoia sempervivens).[3]

Lýsing

Barrtré hafa löng og mjó, nálarlaga eða hreisturlaga laufblöð sem eru kölluð barr. Barrið er í raun upprúlluð laufblöð. Flest barrtré vaxa meira upp en til hliðar og eru því oft eins og keila í laginu. Barrtré þurfa ekki eins mikið vatn og lauftré og geta því vaxið þar sem lauftré þrífast ekki. Sumt barr hefur vaxkennda húð á yfirborðinu sem verndar það.

Barr inniheldur líka ýmis efni sem virka eins og frostlögur. Það þolir því vel kulda og flest barrtré halda því barrinu á veturna. Trén eru þess vegna græn á litinn allan ársins hring. Margar mismunandi gerðir eru til af barrtrjám.[4]

Á Íslandi eru fura, greni og lerki algengust. Lerki er sérstakt af því að það fellir barrið á haustin. Eina upprunalega barrtréð eftir síðustu ísöld á Íslandi er einir sem, ólíkt flestum öðrum barrtrjám, myndar ekki alvöru köngla. Ýmsar tegundir hafa verið reyndar í skógrækt.[5]

Listi barrtrjáa sem ræktuð hafa verið á Íslandi

(Listinn er ekki tæmandi)

[6]

Tengt efni

Lauftré

Tilvísanir

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Barrviðarbálkur: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Barrtré eru tré af ætt berfrævinga (Pinophyta). Flest eru þau sígræn.

Barrskógabeltið eða taiga á erlendum málum, þekur stórt svæði á norðurhveli jarðar, aðallega í Rússlandi og Kanada. Tiltölulega fáar tegundir trjágróðurs þekja mikil svæði í norðlægum barrskógum. Þær eru af fjórum meginættkvíslum; lerki (Larix), greni (Picea), þinur (Abies) og fura (Pinus). Í Norður-Ameríku eru tvær tegundir af þin og tvær tegundir af greni ríkjandi en í Skandinavíu og vestur Rússlandi er skógarfuran (Pinus sylvestris) afar útbreidd.

Stærsta tré í heimi, fjallarauðviðurinn (Sequoiadendron giganteum, áður þekkt sem risafura) er barrtré og einnig það hæsta; strandrauðviður (Sequoia sempervivens).

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS